Ferðastyrkir UMSE

Þann 30. september rennur út umsóknarfrestur um ferðastyrki UMSE vegna ársins 2018. Styrkirnir ná til eftirfarandi verkefna skv. 5. grein vinnureglna stjórnar UMSE um ferðastyrki:

“a. Keppnisferðir og sýningar erlendis.
b. Æfingaferðir erlendis.
c. Keppnisferðir og sýningar innanlands.
d. Æfingaferða innanlands.
e. Æfinga og keppnisferðir á vegum sérsambanda, s.s. landsliðsverkefni, æfingar með úrvals eða afrekshópum (og öðrum sambærilegum verkefnum).”

Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar eru á www.umse.is .

Þeir iðkendur Umf. Samherjar sem eiga rétt á úthlutun úr sjóðnum eru hvattir til að nýta sér það.

Badminton – Unglingamót TBS

Unglingamót TBS 😊

Helgina 29. – 30. september mun Tennis og Badmintonfélag Siglufjarðar halda hið árlega Unglingamót TBS. Keppt verður í aldursflokkum U9 – U19 í einliða-, tvíliða- og tvenndarleik og hefst keppni stundvíslega kl. 09:00 á bæði laugardag og sunnudag. Keppnisgjöld eru eftirfarandi:

                                            Einliðaleikur: 2.000 ,-

                                            Tvíliðaleikur: 1.500 ,-

                                            Tvenndarleikur: 1.500 ,-

Á næstu æfingu, miðvikudaginn 12. september, mun Ivalu kynna mótið fyrir badmintoniðkendum Samherja og athuga hvort áhugi sé fyrir hendi, að auki munu krakkarnir fá miða með sér heim sem inniheldur helstu upplýsingar um mótið. Ef tekin er ákvörðun um að fara á mótið er vonandi vel mögulegt að sameina í bíla á Siglufjörð auk þess sem gott væri að fá nokkra foreldra og/eða forráðamenn til að slást í hópinn, nánar um það síðar.

Skráningar sendist á netfangið ivalufalck@gmail.com eða í síma 659 1334 í síðasta lagi föstudaginn 21. september. Einnig er velkomið að hafa samband í fyrrnefnt netfang eða símanúmer fyrir frekari upplýsingar eða ef eitthvað er óljóst.

Íþróttaskóli 2-5 ára

Íþróttaskóli Umf. Samherja byrjar laugardaginn 29. September. Íþróttaskólinn er fyrir börn á aldrinum 2-5 ára og er settur upp í leikja- og þrautabrautarformi þar sem foreldrar taka virkan þátt og fylgja sínu barni eftir. 

Íþróttaskólinn verður samtals sex skipti þetta haustið: 29.09., 06.10., 13.10., 27.10., 03.11. og 10.11 frá kl. 9:15-10:00 Mikilvægt er að börnin komi í þægilegum fötum og gert er ráð fyrir að þau verði berfætt.  Kostnaður er 3.000 kr. fyrir barn og er skráning á netfang Ungmennafélagsins, samherjar@samherjar.is, þar sem fram þarf að koma fullt nafn og kennitala barns og forráðamanns ásamt símanúmeri.  Umsjón með Íþróttaskólanum hefur Sonja Magnúsdóttir. 

Sjáumst í íþróttahúsinu 🙂

Knattspyrnumót UMSE – liðin og leikjaplan

Samherjar ætla að mæta með 4 lið á knattspyrnumót UMSE og Bústólpa á íþróttavellinum á Hrafnagili á morgun, þriðjudaginn 4. september kl. 17:00

Skráningarfrestur rann út í fyrradag og eru nú 32 skráðir í 5 lið á mótið.

Spilaður er 5 manna bolti og eru liðin svo hljóðandi:

7.flokkur (8)
Halldór Ingi
Einar Breki
Jónatan Þór
Viktor
Aníta
Þórarinn
Kristjàn Atli
Fannar Nói

6.flokkur (10 og tvö lið)
Alexander Þór
Hlynur Snær 
Benjamín Elí
Sara Dögg 
Lilja Karlotta

Sölvi 
Frans Heiðar 
Teitur 
Ólöf Milla 
Freyja Rán

5.flokkur (7)
Hallgrímur Ævar
Ívar
Björgvin
Alex Þór
Anton Ingi
Gabríel
Pétur Snær

4.flokkur (7)
Sindri
Anna Hlín
Jóhann Ben
Bergþór Bjarmi
Trausti Freyr
Heiðmar Örn
Trausti Hrafn

Þátttökugjaldið er 1000 kr. á haus og er borgað á staðnum. Innifalið í því er ein pizza sneið og svali. Ef þátttakendur vilja meira þá geta þeir keypt sér það á smápening líkt og aðrir gestir.

Skráð lið á mótinu
Tímatafla

Áfram Samherjar!
klapp klapp húh!

Zumbað er að byrja aftur !!!

Í kvöld, mánudagskvöldið 3.sept kl. 21 byrjar zumba í íþróttahúsinu á Hrafnagili á ný. Lítilsháttar breyting eru á þjálfurum en Brynja sem var með okkur í fyrra var að flytja til útlanda þannig að hún verður fjarri góðu gamni. Arna Benný Harðardóttir zumba fitneskennari verður þó með okkur áfram ásamt Kolbrúnu Sveinsdóttur zumbakennara.

Það er því von á splúnkunýjum dönsum og góðri stemningu. Sú breyting varð á í ár að Zumbatímarnir eru nú komnir inn í tímatöflu umf. Samherja og falla undir gjaldskrá félagsins, 15.000 kr fyrir önnina, óháð fjölda greina sem stundaðar eru, ég hvet ykkur því sérstaklega til að nýta ykkur það, því það er heill hellingur í boði.

Hvetjum alla sem áhuga hafa að mæta í kvöld í íþróttahúsið, hvort sem þeir vilja bara prófa eitt skipti eða vera með í allan vetur. Sara María verður á staðnum og tekur niður nöfn til skráningar 😉
Hlakkum til að sjá ykkur, fullorðna og unglinga, í dansstuði💃🕺

Knattspyrnumót UMSE og Bústólpa frestað til 4. sept

Knattspyrnumótinu verður frestað til 4. september næstkomandi svo að fleiri geti verið með.

Knattspyrnunefnd UMSE hefur ákveðið að halda knattspyrnumót UMSE og Bústólpa á íþróttavellinum á Hrafnagili þriðjudaginn 4. september kl. 17:00

Aðalmarkmið mótsins er að börn og unglingar á svæðinu sem áhuga hafa á fótbolta komi saman, kynnist og skemmti sér.

Stefnt er að því að keppa í eftirfarandi flokkum ef næg þátttaka fæst (blönduð lið):

8. flokkur (Börn fædd 2012 og síðar). 5 manna bolti.
7. flokkur (Börn fædd 2010-2011). 5 manna bolti.
6. flokkur (Börn fædd 2008-2009). 5 manna bolti.
5. flokkur (Börn fædd 2006–2007). 5 manna bolti.
4. flokkur (Börn fædd 2004-2005). 5 manna bolti.
3. flokkur (Börn fædd 2002-2003). 5 manna bolti.
17-18 ára (Börn fædd 2001-2000) 5 manna bolti

Mögulega þarf að setja saman einhverja flokka eftir skráningu.

Til að hægt sé að raða niður leikjum og ganga frá pöntun á viðurkenningum er mikilvægt að skráningar berist í síðasta lagi laugardaginn 1. september á netfangið nolsoe@simnet.is.
Í skráningunni þarf að koma fram nafn og kennitala á þátttakanda.

Þátttökugjaldið er 1000 kr. á haus og er borgað á staðnum. Innifalið í því er ein pizza sneið og svali. Ef þátttakendur vilja meira þá geta þeir keypt sér það á smápening líkt og aðrir gestir.

Gott að muna:
Staðsetning: Íþróttavöllurinn á Hrafnagili
Tímasetning: Þriðjudagurinn 4. september kl. 17:00
Skráning: Í síðasta lagi laugardaginn 1. september