Styrkur frá Norðurorku hf.

Á dögunum fékk UMF Samherjar úthlutuðum veglegum samfélagsstyrk frá Norðurorku hf.  Styrkurinn verður notaður til að efla sundkennslu 6 – 10 ára barna enn frekar og er stjórn Ungmennafélagsins nú þegar byrjuð að leggja þau drög.  Styrkurinn var veittur við hátíðlega athöfn í Hátíðarsal Háskólans á Akureyri 10. janúar sl.  

Styrkþegar samfélagsstyrkja Norðurorku hf. 

 

Meistaramót Íslands 11-14 ára í frjálsum íþróttum

Meistaramót Íslands 11-14 ára í frjálsum íþróttum fer fram í Laugardagshöll 9.-10. febrúar 2019, kl. 10-16.  Keppt verður 60m hlaupi, hástökki, langstökki, kúluvarpi, 600m hlaupi og 60m grind (13-14 ára).  Farið verður með rútu kl. 15 föstudaginn 8. febrúar og verður gist í félagsmiðstöð í Laugardalnum.  Kostnaður: rúta 6000.-, gisting 2500.-, mótsgjald 3500.-, nesti 1000.-. Skráning og frekari upplýsingar um mótið er hjá Unnari, þjálfara, en síðasti skráningardagur er 31. janúar.

Kjör Íþróttamanns UMSE 2018

Kjör Íþróttamanns UMSE fyrir árið 2018 fór fram á Dalvík í dag ásamt því að veittar voru viðurkenningar m.a. fyrir meistaratitla og landsliðsverkefni. Að sjálfsögðu átti UMF Samherjar nokkra fulltrúa á þessari samkomu, sem er staðfesting á því hversu flott starf er unnið hjá Ungmennafélaginu. Þeir sem fengu viðurkenningar eru:

 • Andri Már Mikaelsson, sem er í æfingahóp landsliðsins í bandý
 • Auðunn Arnarsson, sem er í æfingahóp landsliðsins í bandý
 • Ágúst Örn Víðisson, sem er í æfingahóp landsliðsins í bandý
 • Enok Atli Reykdal fyrir Íslandsmeistaratitil í badminton
 • Guðmundur Smári Daníelsson, sem er frjálsíþróttamaður UMSE árið 2018
 • Hafþór Andri Sigrúnarson, sem er í æfingahóp landsliðsins í bandý
 • Heiðmar Örn Sigmarsson fyrir Íslandsmeistaratitla í borðtennis og sæti í unglingalandsliðshóp
 • Hildur Marín Gísladóttir fyrir Íslandsmeistaratitla í borðtennis og sæti í unglingalandsliðshóp
 • Ingvi Vaclav Alfreðsson, sem er borðtennismaður UMSE árið 2018
 • Jónas Hjartarson, sem er í æfingahóp landsliðsins í bandý og bandýmaður UMSE árið 2018
 • Jónas Godsk Rögnvaldsson, sem er í æfingahóp landsliðsins í bandý
 • Mikael Máni Freysson, sem er frisbígolfmaður UMSE árið 2018
 • Ólafur Ingi Sigurðsson, sem er badmintonmaður UMSE árið 2018 og í æfingahóp landsliðsins í bandý
 • Pétur Elvar Sigurðsson, sem er í æfingahóp landsliðsins í bandý
 • Sigmundur Rúnar Sveinsson, sem er í æfingahóp landsliðsins í bandý
 • Trausti Freyr Sigurðsson, sem er í unglingalandsliðshóp í borðtennis
 • Úlfur Hugi Sigmundsson fyrir Íslandsmeistaratitil í borðtennis
 • Þorsteinn Jón Thorlacius, sem er í æfingahóp landsliðsins í bandý

 Íþróttamaður UMSE árið 2018 var kjörin Amanda Guðrún Bjarnadóttir, frá Golfklúbbnum Hamri.

Ólafur Ingi tók við viðurkenningu fyrir hönd Mikaels Mána frisbígolfmanns UMSE 2018
Þorgerður tók við viðurkenningu fyrir hönd Guðmundar Smára Frjálsíþróttamanns UMSE 2018
Jónas Hjartarson bandýmaður UMSE 2018
Ingvi Vaclav borðtennismaður UMSE 2018
Ólafur Ingi badmintonmaður UMSE 2018
Fulltrúar þeirra sem valdir hafa verið í æfingahóp landsliðsins í bandý: Jónas, Ágúst, Ólafur Ingi og Pétur Elvar
Enok Atli fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í badminton
Trausti Freyr, Úlfur Hugi, Heiðmar Örn og Hildur Marín fengu viðurkenningu fyrir góðan árangur í borðtennis
Flottur hópur frá UMF Samherja

Við óskum þessum flottu fulltrúum UMF Samherja og Íþróttamanni UMSE 2018 innilega til hamingju!