Umsjón með krakkavöktum í gæslu/hlaupara vantar á Handverkshátiðinni

Það er komið að mannaskiptum í einu af föstum hlutverkum í tengslum við Handverkshátiðina. Okkur vantar manneskju sem er til i að halda utanum krakkana sem eru i gæslu við innganga/útgönguleiðir á svæðinu og ómissandi hlaupara milli eldhúss og veitingatjalds. Um ræðir fimmtudag og föstudag frá kl.10 til 19. Þið sem viljið taka ykkur frí frá vinnunni og sinna þessu lykilhlutverki og klárum krökkum (sem fá ár hvert lof fyrir sína vinna hjá gestum og sýnendum) megið hafið samband við Berglindi i sima 6936524.

Sundnamskeið fyrir börn fædd 2013

Ungmennafélagið Samherjar stendur fyrir sundnámskeiði fyrir 6 ára börn, árgang 2013. Námskeiðið byrjar kl 10:00 þriðjudaginn 6. ágúst. Mæting í anddyri sundlaugarinnar.  Gott er að mæta tímanlega. Um er að ræða fjögur skipti frá og með 6. ágúst til og með 9. ágúst. Kennt er fyrir hádegi og gert er ráð fyrir 40 mín í lauginni. Þjálfari er Júlía Rún Rósbergsdóttir. Verð er 5000 kr fyrir barn. Vinsamlegast skráið þátttöku á netfangið samherjar@samherjar.is með nafni og kt barnsins og nafni og kt forráðamanns (greiðanda).