Aukaaðalfundur

Aukaaðalfundur verður haldinn sunnudaginn 22. júlí kl. 18 í Félagsborg. 

Dagskrá fundar :

  • Samþykkt ársreiknings
  • Samþykkt félagsgjalda
  • Kosning varamanns í stjórn

Vonumst til að sjá sem flesta.

Stjórn UMF Samherja

Sjálfboðaliðar óskast!

Laugardaginn 4. ágúst fer fram sprett-þríþrautarkeppni í Hrafnagilshverfi.  Keppnin er í leiðinni fjáröflun fyrir UMF Samherja, þar sem þátttökugjald rennur óskert til Ungmennafélagsins.  Af þessu tilefni er óskað eftir sjálfboðaliðum (yngst einstaklingar fæddir 2005) til að sinna ákveðnum hlutverkum.  Það vantar a.m.k.:

Fjóra aðila til að telja sundferðir

Tvo-þrjá aðila til að vera við skiptisvæði keppenda

Þrjá aðila (fullorðna) til að standa við (og stöðva umferð ef þarf) gatnamót þar sem hjólað er

Einn-tvo aðila til að vera á snúningspunkti þangað sem hlaupið er

Keppnin sjálf stendur yfir frá kl. 12 á hádegi en reiknað er með að sjálfboðaliðar mæti með keppendum á fund kl. 11 þar sem farið verður yfir leiðir og annað.  Áætlað er að keppni ljúki kl. 14:30/15:00.

Áhugasamir hafi samband við Sonju í síma 699 3551 eða í netfangið sonja@internet.is með von um góðar undirtektir.

Að sjálfsögðu hvetjum við líka sem flesta í sveitinni til að taka þátt í þessum skemmtilega viðburði eða til að vera í klappliðinu 🙂

Fótbolti – Strandarmót 2018!

Strandarmótið í fótbolta verður haldið á Árskógsvelli í Dalvíkur-byggð helgina 21.-22. júlí.  Mótið verður með hefðbundnu sniði, styrkleikaskipt fyrir 6.-8. flokk, bæði fyrir stelpur og stráka:

Laugardagur 21. Júlí:     

                     8. flokkur (börn fædd 2012-13) 10:00 – 13:00

                     6. flokkur (börn fædd 2008-09) 13:00 – 16:00

Sunnudagur 22. júlí:      

                     7. flokkur (börn fædd 2010-11) 10:00 – 15:00

Pylsur, svali og þátttökugjöf að lokinni keppni.  Þátttökugjald er 2500.- á mann. 

Skráning fer fram hjá Sunnu í netfangið sunnaax@hotmail.com og er síðasti skráningardagur miðvikudagurinn 11. júlí.    

Gleði á Smábæjaleikum!

Samherjar tóku þátt í Smábæjaleikunum um liðna helgi, sem er skemmtilegt fótboltamót fyrir krakka og er haldið á Blönduósi. Við vorum með lið bæði í 6. og 7. flokki og stóðu bæði liðin sig frábærlega undir stjórn þjálfarans okkar, Orra Sigurjónssonar. 

Að loknu móti fengu allir verðlaunapening og þátttökubikar, auk þess sem 6. flokkur vann sinn riðil á mótinu og var að lokum í 2. sæti í sinni deild, af um 17 liðum. Það telst virkilega góður árangur og við erum mjög stolt af öllum keppendunum okkar.

Á laugardeginum var svo gert hlé á mótinu og horft á fyrsta HM-leik Íslands gegn Argentínu í félagsheimilinu á Blönduósi. Skemmst er frá því að segja að stemningin var gríðarleg!

Við þökkum öllum keppendum, foreldrum, þjálfaranum okkar, mótsstjórn, öðrum keppnisliðum og öllum sem komu að mótshaldinu kærlega fyrir góða helgi. 

Keppendur og þjálfari hress og kát eftir helgina! Efri röð frá vinstri: Frans, Alexander, Anton, Arnar Geir og Orri þjálfari. Neðri röð frá vinstri: Ólöf Milla, Freyja Rán, Hlynur Snær, Jónatan, Kristján og Einar Breki. Á myndina vantar Halldór Inga, Teit og Viktor Arnbro í 7. flokki.