Skráning í íþróttagreinar UMF Samherja

Það er okkur ánægja að tilkynna að Samherjar hafa nú innleitt skráningakerfið Sportabler. Kerfið mun halda utan um skráningu í íþróttagreinar, innheimtu æfingagjalda ásamt því að vera samskiptakerfi milli foreldra og þjálfara. Hvetjum við foreldra/iðkendur að sækja Sportabler appið, en í gegn um það er hægt að halda utan um öll samskipti og sjá allar upplýsingar um æfingar, leiki og mót sem þjálfari setur inn. Þar er einnig hægt að senda skilaboð á alla forráðamenn í einstaka flokkum. Sömuleiðis er hægt að tilkynna forföll í gegnum appið, en þjálfarar munu einnig halda utan um mætingu í gegnum kerfið.

Til þess að skrá í íþróttagreinar er farið inn á https://www.sportabler.com/shop/samherjar. Æfingagjald fyrir sumarið 2022 er 15.000kr. en eins og áður þá er greitt fyrir fyrstu íþróttagreinina en frítt í þær sem á eftir koma. Við minnum á að nauðsynlegt er þó að skrá í allar þær íþróttagreinar sem iðkandi ætlar að iðka. Fyrir fullorðins greinar er greitt 15.000 fyrir fyrstu íþróttagreinina, önnur er á 5000kr og svo frítt eftir það.

Þegar greitt er fyrir íþróttagreinar í gegnum Sportabler er hægt að vista eða prenta út kvittun sem hægt er að nota til að sækja um frístundastyrk til sveitarfélagsins. Fyrir tekjulægri fjölskyldur er hægt að sækja sérstakan styrk, en það er hægt að gera beint í gegnum kerfið.

Stjórn Samherja

  • Facebook