Stórmót ÍR 20.-21. mars

Stórmót ÍR verður 20.-21. mars í Laugardalshöll í Reykjavík. Keppt verður í öllum flokkum 9- 10 ára, 11- 14 ára og 15 ára og eldri. Mótið átti að vera í janúar en var frestað og sett með skömmum fyrirvara.

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt eru beðnir um að hafa samband við Unnar þjálfara fyrir föstudaginn 12. mars. Einn möguleiki er að fara á 15 manna bíl og gista 2 nætur á Cabin-hótel og er kostnaður við það um 13 þús. Einnig geta keppendur farið á eigin vegum.

En Unnar þarf að vita áhugann fyrir föstudag.

Badmintonmót á Akranesi

Helgina 13.-14. mars verður haldið unglingameistaramót Landsbankans á Akranesi. Nú væri frábært að fá sem flesta frá okkur í Samherja á þetta mót 🙂

Mótsgjöld eru 2000kr fyrir einliðaleik og 1800kr fyrir tvíliðaleik.

Skráning fer fram á netfang þjálfara: joikjerulf@gmail.com Síðasti skráningardagur er sunnudagurinn 7. mars.

Æfingafrí í vetrarfríi

Samherjar halda ekki úti æfingum í vetrarfríi skólans í þessari viku. Þar af leiðandi falla þær niður frá miðvikudegi en hefjast aftur skv. stundaskrá mánudaginn 22. febrúar. Þetta á við um boltatíma, badminton, körfubolta, fótbolta og skák. Borðtennis heldur sínu striki á sunnudaginn með tíma fyrir lengra komna, +60 og byrjendur.