Tafir á nýja gólfinu í íþróttahúsinu
- Stjórn Umf. Samherjar
- Aug 10, 2021
- 1 min read
Nú er ljóst að starfsemi UMF Samherja mun ekki hefjast fyrr en í lok september í íþróttahúsinu þar sem ekki er byrjað á endurnýjun gólfsins sem átti að fara fram í sumar.
Ástæðan eru tafir við að fá allt nauðsynlegt efni til landsins. Fyrirtækið sem sér um verkefnið er þessa dagana að setja niður tartan efni á aðhlaupsbraut langstökksgryfjanna á íþróttavellinum og mun því verki ljúka fljótlega.
Stjórn UMF Samherja fundar miðvikudaginn 11. ágúst og mun þá verða ákveðið frekar með vetrarstarfið. Einhverjar greinar geta hafist á tilsettum tíma utanhúss en aðrar þurfa því miður að bíða þar til gólfefnið verður komið á.

.png)




Comments