top of page
Search

Samherjar á Króksamót Tindastóls í minnibolta

UMF Samherjar stefna með hóp körfuboltaiðkenda til Sauðárkróks laugardaginn 23. október n.k. Um er að ræða hið svokallaða Króksamót, sem heitir eftir Króksa - lukkudýri Tindastóls og er mótið fyrir krakka frá 1. - 6. bekk.


Gert er ráð fyrir því að foreldrar fylgi börnum sínum ef kostur er eða komi þeim í umsjá annarra foreldra sem fara á mótið. Áætlað er að brottför verði kl. 07.00 á laugardagsmorgninum og heimkoma fyrir kvöldmat sama dag.


Mótsgjaldið er aðeins kr. 2.000 og innifalið í því er m.a. pizzaveisla í lok mótsins. Gert er ráð fyrir því að þeir sem ferðist með öðrum á mótið en sínum eigin foreldrum greiði hóflegan bensínpening en það verður ákveðið síðar.


Nánari upplýsingar um mótið er að finna á auglýsingunni hér fyrir neðan.


Búið er að setja upp skráningarsíður fyrir þátttöku Samherja á mótinu:


Þá er búið að setja upp Facebook-síður fyrir upplýsingar um starfsemi þessara tveggja aldurshópa og þarf að sækja um aðild að þeim, eða senda Kalla, Karli Jónssyni, beiðni um að gerast meðlimir hópanna.

. Hægt er að leita á Facebook:

* Körfubolti Samherjar yngri hópur

* Samherjar körfubolti eldri hópur

ree

 
 
 

Recent Posts

See All

Comments


Gert í WIX vefumsjónarkerfinu 2021

  • Facebook
bottom of page