top of page
Search

Afmælishátíð 21. ágúst 2021

Updated: Jul 25, 2021

Ungmennafélagið Samherjar var stofnað árið 1996 í kjölfar sameiningar sveitarfélaganna í sveitinni. Í skjölum íþróttafélaga hjá Héraðsskjalasafni Íslands segir:

"Ungmennafélagið Samherjar, Eyjafjarðarsveit, stofnað 1996 með sameiningu Ungmennafélagsins Árroðans, Ungmennafélagsins Framtíðar og Ungmennafélagsins Vorboðans (yngri)".

Áformað er að halda afmælishátíð laugardaginn 21. ágúst í samvinnu við Matarstíg Helga magra sem verður með matarmarkað sama dag í Hrafnagilsskóla. Dagskráin er í undirbúningi og verður nánar greint frá henni síðar.

Nú er bara að vona að sóttvarnarreglur komi ekki í veg fyrir hátíðina og við getum átt saman gleðilega afmælishátíð.


30 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page