top of page
Search

Fjórir frá UMF Samherjum tilnefndir í kjöri á Íþróttamanni UMSE 2021

Alls eiga Samherjar fjóra fulltrúa í kjöri til Íþróttamanns UMSE fyrir síðasta ár. Þetta eru þeir Úlfur Hugi Sigmundsson, Trausti Freyr Sigurðsson, Guðmundur Smári Daníelsson og Auðunn Orri Arnarsson.


Bandýmaður UMSE

Auðunn Orri Arnarsson

Umf. Samherjar

Auðunn mætir mjög vel á æfingar og leggur sig allan fram um að gera æfingarnar rétt og vel. Hann er einnig mjög duglegur að gefa af sér, drífa æfingafélagana áfram og leiðbeina þeim. Auðunn er búinn að vera í landsliðsæfingahóp Íslands alveg frá því hann byrjaði að æfa bandý. En Auðunn var einn af fyrstu iðkendum Umf. Samherjar í Bandý.


Auðunn var í landsliðshóp Íslands sem keppti í undankeppni HM í bandý í Danmörku árið 2019. Síðan þá hefur lítið verið um mótahald vegna covid, hvort heldur sem er innan- eða utanlands. Auðunn keppti með liði Umf. Samherja sem vann sigur á HK í eina bandýleiknum sem spilaður var innanlands á árinu.


Auðunn hefur lagt sig mjög mikið fram á árinu og stundað aukaæfingar bæði líkamsrækt og tækniæfingar.


Yfirlit yfir helsta árangur ársins:

• Var í landsliðsæfingahóp íslands 2021

• Var í lokaæfingahóp landsliðs Íslands í bandý árið 2021, en ekkert varð úr að valið yrði í landsliðið fyrir undankeppni 2022 þar sem henni var frestað til vors.


Frjálsíþróttamaður UMSE

Guðmundur Smári Daníelsson

Umf. Samherjar

Guðmundur Smári hefur lengi æft frjálsíþróttir og hefur mikla og góða keppnisreynslu. Hann hefur alla tíð stundað íþróttina af áhuga og dugnaði. Árið 2018 fékk hann íþrótta- og skólastyrk við Queen University of Charlotte í Norður Karólínu í Bandaríkjunum. Í upphafi lagði hann áherslu á tugþraut en á síðasta ári breytti hann til og nú leggur hann eingöngu áherslu á spjótkast og sleggjukast. Vegna Covid-19 var eingöngu hægt að fá keppnisrétt á fjórum mótum á vegum skólans og sett voru lágmörk inn á mótin og fengu aðeins 20 bestu í hverri grein keppnisrétt. Þó svo að miklar hömlur hafi verið á árinu þá átti Guðmundur Smári gott ár á keppnisvellinum.


Hann var valinn í ALL Region utanhúss í sleggjukasti og spjótkasti. Til að öðlast All Region þá þarf árangurinn að vera einn af fimm bestu í öllum suðausturhluta Bandaríkjanna.


Yfirlit yfir helsta árangur ársins:

• ADIDAS Winthro Invitional 2021 o Spjótkast 1. sæti o Hub-City Invitional 2021

• Spjótkast 1. sæti o Southside Power and Fitness Invitional 2021 o Sleggjukast 4. sæti

• 2021 South Atlantic Conference Outdoor Track and Field o Spjótkast 1. sæti o Sleggjukast 8. sæti


Frisbígolfmaður UMSE

Trausti Freyr Sigurðsson

Umf. Samherjar

Trausti átti afar árangursríkt keppnisár í frisbígolfi.


Trausti hefur verið afar duglegur að æfa og fór stundum mörgum dögum fyrr suður á mót til þess að spila vellina sem oftast sem hinir keppa á í hverri viku.


Yfirlit yfir helsta árangur ársins:

Hann sigraði í mótaröð Frísbígolfsambands Ísland í flokki 18 ára og yngri og er því handhafi Íslandsbikarsins í frisbígolfi fyrir U18 fyrir árið 2021.

Sigrar hans í því móti voru:

• Opna Reykjavíkurmótið

• Sólstöðumót Frísbígolffélags Reykjavíkur

• Lemon mótið – Norðurlandsmót FGA

Síðast nefnda mótið gaf honum jafnframt titilinn Norðurlandsmeistari árið 2021.


Á Íslandsmótinu hafnaði hann í öðru sæti og var það eina stórmót sumarsins sem hann tók þátt í án þess að sigra.


Hann tók þátt í Akureyrarbikarnum, sem er mótaröð Frisbígolffélags Akureyrar, með eftirtöldum árangri:

• Akureyrarbikar #1 Hrafnagili 2. sæti í U18

• Akureyrarbikar #2 Svalbarðseyri 2. sæti í U18

• Akureyrarbikar #4 Háskólavellinum 1. sæti í U18

• Akureyrarbikar #5 Hrísey 1. sæti í U18

• Akureyrarbikar #6 Hamrar 1. sæti í U18

Hann var því sigurvegari Akureyrarbikars 2021 í U18.

Þessu til viðbótar var hann sigurvegari á Blackbox Open í U18 flokknum.


Borðtennismaður UMSE

Úlfur Hugi Sigmundsson

Umf. Samherjar


Úlfur Hugi er í unglingalandsliðshóp BTÍ.


Á árinu var frekar rólegt í keppnum hjá Umf. Samherjum utan deildarkeppni BTÍ.

Úlfur Hugi er jafnframt í sveitinni 2021-2022.


Yfirlit yfir helsta árangur ársins:

  • Úlfur Hugi var í A-sveit Umf. Samherjar veturinn 2020 – 2021 og varð sveitin í þriðja sæti í 2. deild í liðakeppni.

Kjöri íþróttamanns UMSE verður lýst á Facebooksíðu sambandsins 27. janúar. Nánar auglýst síðar.

ree

 
 
 

Recent Posts

See All

Comments


Gert í WIX vefumsjónarkerfinu 2021

  • Facebook
bottom of page