top of page
Search

Aðalfundur umf. Samherja

Aðalfundur ungmennafélagsins Samherja verður haldinn í Félagsborg miðvikudaginn 13. mars 2024 kl. 20.  

Dagskrá fundarins er: 

  1. Kosnir fastir starfsmenn 

  1. Skýrsla stjórnar 

  1. Gjaldkeri leggur fram reikninga 

  1. Umræður um skýrslur og reikninga 

  1. Lagðar fram tillögur að lagabreytingum og aðrar tillögur sem borist hafa til stjórnar og afgreiðsla þeirra 

  2. Kosning stjórnar 

  3. Önnur mál 

  4. Fundargerð lesin 

  5. Fundarslit 


Stjórn hvetur alla sveitunga til að fjölmenna á aðalfundinn og hafa þannig áhrif á störf félagsins. Málefni sem félagar óska eftir að taka fyrir á aðalfundi ber að tilkynna stjórnarmanni minnst 2 dögum fyrir aðalfund. Að þessu sinni munu 2 stjórnarmenn ganga úr stjórn. Óskum við því eftir framboðum 2 einstaklinga í stjórn og 1-2 varamönnum. Það er mjög gaman og gefandi að starfa í stjórn ungmennafélagsins. Stjórnin vinnur ötulum höndum að því að efla starf félagsins þannig að sem flestir geti fundið hreyfingu og félagsskap við sitt hæfi. Stjórnin óskar eftir framboðum öflugra einstaklinga – margar hendur vinna létt verk! Áhugasömum er bent á að hafa samband á netfangið samherjar@samherjar.is 

Minnum á að enginn verður neyddur til að taka sæti í stjórn og því er óhætt að mæta óhrædd á aðalfundinn!  

 

Lagabreytingartillögur

  1. 2.grein eins og hún er: 

Félagið er sameinað úr þremur ungmennafélögum, þ.e. Umf. Árroðanum, Umf. Framtíð og Umf. Vorboðanum og yfirtekur þar með allar þeirra skyldur, svo sem eignir og skuldir, og að starfa í þeirra anda. Inngöngu í félagið fá allir þeir sem hafa náð 6 ára aldri. Iðkendur, 6 ára og eldri, verða sjálfkrafa félagar er þau hefja æfingar með félaginu. Einnig er hægt að sækja um aðild með umsókn sem berast skal til stjórnar og síðan skráð í fundargerðabók. Einnig skal skrifleg beiðni berast þegar menn óska eftir að ganga úr félaginu. 


Breytingartillaga á 2. grein: 

Félagið er sameinað úr þremur ungmennafélögum, þ.e. Umf. Árroðanum, Umf. Framtíð og Umf. Vorboðanum og yfirtekur þar með allar þeirra skyldur, svo sem eignir og skuldir, og að starfa í þeirra anda. Iðkendur verða sjálfkrafa félagar er þau hefja æfingar með félaginu. Einnig er hægt að gerast félagi með því að greiða valgreiðslukröfu frá félaginu í heimabanka. Félagar skulu skráðir í félagatal ungmennafélagsins. Skrifleg beiðni skal berast þegar menn óska eftir að ganga úr félaginu. 


  1. 5. grein eins og hún er:

Aukafund má halda ef nauðsyn krefur og skal til hans boðað með 4 daga fyrirvara.

Breytingartillaga á 5. grein:

Auka aðalfund má halda ef nauðsyn krefur og skal til hans boðað með 4 daga fyrirvara.


  1. 6. grein eins og hún er: 

Stjórn félagsins skipa 5 menn, formaður, ritari, gjaldkeri og 2 meðstjórnendur sem kosnir eru á aðalfundi félagsins og skipta þeir með sér verkum. Á aðalfundi skal einnig kjósa 1 varamann og 2 skoðunarmenn. Kjörtímabil stjórnar, varamanna og skoðunarmanna er á milli aðalfunda,  þó geta aldrei fleiri en 3 gengið úr stjórn í einu.  Meirihluti atkvæða ræður úrslitum mála í stjórn en falli atkvæði jöfn ræður atkvæði formanns. 


Breytingartillaga á 6. grein 

„Stjórn félagsins skipa 5 menn, formaður, ritari, gjaldkeri og 2 meðstjórnendur sem kosnir eru á aðalfundi félagsins og skipta þeir með sér verkum. Á aðalfundi skal einnig kjósa 2 varamenn og 2 skoðunarmenn. Stjórnarmenn skulu kosnir til tveggja ára í senn, varamenn og skoðunarmenn til eins árs. Meirihluti atkvæða ræður úrslitum mála í stjórn en falli atkvæði jöfn ræður atkvæði formanns“ 


  1. 8. grein:

Aukafund má halda ef nauðsyn krefur og skal til hans boðað með 4 daga fyrirvara. 


Breytingartillaga á 8. grein 

Fella 8. grein út þar sem þetta er endurtekning á 5 grein.


  1. 10. grein eins og hún er: 

Félagar 16 ára og eldri greiða árgjald til félagsins. Skal það ákveðið á aðalfundi ár hvert.  


Breytingartillaga á 10. grein 

Félagar 18 ára og eldri greiða árgjald til félagsins. Skal það ákveðið á aðalfundi ár

hvert. 

  

2/3 hluti atkvæðabærra fundarmanna þurfa að samþykkja lagabreytingu á aðalfundi.


Vonumst til að sjá sem flesta.

Stjórn umf. Samherja


69 views0 comments
bottom of page