Alexander stóð sig frábærlega á Íslandsmótinu í borðtennis
- Stjórn Umf. Samherjar
- Mar 30, 2022
- 1 min read
Alexander Arnarsson borðtenniskappi úr Samherjum tók þá í Íslandsmóti unglinga í Reykjavík 20. mars sl.
Alexander fékk bronsverðlaun í einliðaleik en þar var hann meðal 26 keppenda. Í tvíliðaleik gerði hann þó betur og náði silfrinu, ásamt leikmanni sem hann hafði aldrei hitt áður! 16 pör tóku þátt í tvíliðaleiknum.
Til að kóróna þetta allt saman, er Alexander svo á leið til Osló með unglingalandsliðinu sem keppir á móti þar.
Frábær árangur hjá efnilegum íþróttamanni.

.png)




Comments