Æfingagjöld
sumarið 2021

Iðkendur hjá UMF Samherjum greiða aðeins eitt æfingagjald og geta æft allar þær íþróttir sem eru í boði hverju sinni. 

Æfingagjöld sumarið 2021 eru kr. 10.000. Skrá þarf iðkendur í gegn um Nóra-kerfið og merkja þær greinar sem viðkomandi iðkandi tekur þátt í.

Greiðslufrestur er út júlí. Um mánaðarmótin júlí - ágúst, verða sendir út greiðsluseðlar í netbanka og hækka gjöldin við það upp í 12.500 krónur. 

Upplýsingar um Nóra-kerfið

Hér fyrir neðan eru svo upplýsingar um frístunda- og ferðastyrki sveitarfélagsins og tenglar inn á umsóknargáttir. 

Frístundastyrkur
Ferðastyrkur

Eyjafjarðarsveitar

1608109288_esveit-nota-a-heimasidu.png

Sveitarfélagið býður upp á frístundastyrk sem hægt er að sækja um rafrænt.

Upphæð styrksins er kr. 20.000.- 

Þá býður sveitarfélagið einnig upp á styrki vegna keppnis- og æfingaferða að hámarki kr. 20.000.- á ári fyrir hvern iðkanda.