ZUMBA – DANSGLEÐI – ZUMBA !!!!!

Zumba og dans fitness tímar þar sem sviti og gleði ræður ríkjum 😉

Skráning er hafin í sannkallaða dansgleði. Ungmennafélagið Samherjar ætlar að bjóða upp á Zumbatíma í Hrafnagilsskóla á mánudagskvöldum kl. 21.

Við byrjum strax næsta mánudag, 13 nóvember og verðum til 30. apríl (22 tímar).

Kennarar verða Arna Benný Harðardóttir zumbakennari og Brynja Unnarsdóttir dans fitness kennari.

Kostnaður er 18.000 kr fyrir námskeiðið og hægt er að skipta greiðslum í tvennt ef þess er óskað.

Skráning og frekari upplýsingar eru hjá Söru Maríu í netfangið: saraogtorir@gmail.com

Þetta verður geggjað STUР 🙂