Vetrardagskrá

Loksins komin út dagskráin okkar eftir ágætt púsluspil. ATH – Það byrja ekki allar greinar í einu og í sundinu verðum við að biðja foreldra að skrá börnin hjá þjálfara í gegnum síma eða tölvupóst angelicalifis@hotmail.com. Þetta viljum við til þess að hafa ákveðin hámarksfjölda í sundlauginni. Eins þurfa börn sem njóta stuðningsfulltrúa á skólatíma að hafa slíkan á æfingum hjá okkur.

Blak, borðtennis, bandý, boltatímar og fótbolti byrja strax núna í síðustu viku ágústmánaðar.

Badminton, sund, fimleikar, frjálsar og þrek fyrstu vikuna í september.

Glíma byrjar 9. September.

Taflan er háð mætingum og aðstæðum og áhuga félaga og getur því tekið breytingum þegar frá líður.

Hér má finna töfluna okkar.