Vel heppnuð sprett-þraut

Góð þátttaka var í sprett-þríþrautarkeppni, sem haldin var í og við íþróttamiðstöðina í dag. Keppnin var samstarfsverkefni UMF Samherja, íþróttamiðstöðvar og Þríþrautarfélags Norðurlands og var ekki annað að heyra á keppendum en ánægju með fyrirkomulag og alla umgjörð. Þátttökugjald rann óskipt til UMF Samherja en samstarfsaðilar binda vonir við að þetta geti orðið árlegur viðburður. Sjálfboðaliðar ungmennafélagsins stóðu sig að vonum vel og eiga þeir þakkir skildar 🙂