Uppskeruhátíð frjálsíþrótta hjá UMSE

Á uppskeruhátíðinni nú um helgina voru veittar viðurkenningar fyrir árangur á árinu. Fyrst er að nefna að Semherjar fengu afhentan stigabikarinn fyrir aldursflokkamót UMSE sem haldið var nú í ágúst. Á því móti hreppti Kristín Brynjarsdóttir stigabikarinn í flokki stúlkna. Guðmundur Smári Daníelsson tók stigabikarinn í flokki pilta og Ragnar Ágúst Bergmann varð annar. Guðbjörg Ósk Sveinsdóttir varð önnur í kvennaflokki og Sveinborg Katla þriðja. Sigurður Friðleifsson varð þriðji í stigakeppni karla. Systkinin Sveinborg Katla Daníelsdóttir og Guðmundur Smári Daníelsson fengu viðurkenningu fyrir óvæntustu afrek ársins. Sveinborg er Íslandsmeistari í stangarstökki með stökk upp á 3,02 metra og Guðmundur hefur stórbætt árangur sinn í öllum greinum; langstökki, hástökki, stangarstökki, kúluvarpi, spjótkasti og sleggju. Guðmundur setti Íslandsmet í 5 kg sleggju á Dalvík í sumar með kast upp á 39,59 metra. Innilega til hamingju með árangurinn öll sömul.