Upplýsingar um æfingatíma og þjálfara

Æfingatímar í borðtennis eru 3 í hverri viku og allir eru þeir fyrir alla aldursflokka, þ.e. frá um það bil 6 ára til hundrað og sex ára.  Við spilum frá hálf fimm til sex (16:30 – 18:00) á þriðjudögum og fimmtudögum og síðan frá hálf ellefu til tólf á sunnudögum (10:30 – 12:00).

Þjálfarar eru Sigurður Eiríksson og Ólafur Ingi Sigurðarson og þó yfirleitt sé bara annar þeirra með æfinguna reyna þeir að vera sem oftast tveir. Félagið býr yfir rafknúnum gjöfurum sem senda kúlur á fyrirfram ákveðna staði og verða þeir notaðir öðru hvoru við þjálfun.

Það er best að mæta tímanlega. Allar æfingar byrja á stuttri upphitun og síðan eru leikir, æfingar og spil. Iðkendur geta spilað berfættir eða í íþróttaskóm, sem er betra. Það er líka gott að mæta í buxum eða jakka með vösum því það sparar verulegan tíma að geta sótt nokkrar kúlur í einu í æfingum eða í spili.

Um það bil tíu mínútum fyrir lok æfinga hjálpast allir við að ganga frá í salnum þannig að næsti tími geti hafist án truflunar.