Unglingamót TBS

Unglingamót TBS í badminton verður haldið helgina 10.-11. október í íþróttahúsinu á Siglufirði. Keppt verður í einliða-, tvíliða- og tvenndarleik. Mótsgjald er 2000kr fyrir þáttöku í einliðaleik og 1500kr fyrir tvíliða- og tvenndarleik.

Við skulum endilega reyna að senda sem flesta keppendur frá okkur á þetta mót! Skráning er fullt nafn og kennitala send á netfangið joikjerulf@gmail.com. Lokafrestur fyrir skráningu er á sunnudagskvöldið næstkomandi, 04.10.