Unglingalandsmótið á Selfossi 2012

Um verslunarmannahelgina var að venju haldið unglingalandsmót fyrir 11 – 18 ára krakka og að þessu sinni var það haldið á Selfossi. Keppt var í dansi, fimleikum, starfsíþróttum, golfi, glímu, frjálsíþróttum, knattspyrnu, körfuknattleik, motocrossi, sundi, hestaíþróttum, taekwondo, íþróttum fatlaðra og skák. Frjálsíþróttafólkið okkar hjá Samherjum stóð sig auðvitað með prýði sem fyrr á stórmótum. Guðbjörg Ósk Sveinsdóttir varð unglingalandsmótsmeistari í langstökki, hún varð önnur í spjótkasti og þriðja og 80 metra grindahlaupi. Stefanía Sigurdís sigraði í hástökki með stökk upp á 1,46 metra. En Stefanía varð einnig unglingalandsmótsmeistari í hástökki árið 2010 og árið 2011 hreppti hún þriðja sætið. Hástökkið er því að verða hennar aðalgrein. Guðmundur Smári Daníelsson varð síðan þriðji í 80 metra grindahlaupi. Til lukku með árangurinn krakkar.

Unglingalandsmótið árið 2013 verður að venju haldið um verslunarmannahelgina og næst verður það á Höfn í Hornafirði. Tilvalin fjölskylduferð þar sem alltaf er eitthvað við allra hæfi. Við mælum með því að Samherjar fjölmenni á næsta ári.