Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum

Þar sem við erum byrjuð á því að renna yfir stórmót sumarsins er ómögulegt annað en gera Unglingalandsmótinu sem haldið var á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina skil.

Ungmennasamband Eyjafjarðar gerði góða ferð á Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum í sumar. Keppendur UMSE voru um 50 talsins og tóku þau þátt í  dansi, fimleikum, frjálsíþróttum, glímu, golfi, hestaíþróttum, motocrossi, knattspyrnu, körfubolta og skák.

Mótið fór vel fram í alla staði og var mikil ánægja með hátíðina í heild sinni. Um 50 tjöld og vagnar voru á tjaldstæði UMSE og er áætlað að um 180 manns hafi tekið þátt í grillveislunni á laugardagskvöldinu.

Einn hápunktur hátíðarinnar fyrir okkar lið var þegar lið UMSE hlaut hinn eftirsótta titil „Fyrirmyndarfélagið“. Þá þótti innganga UMSE við setningu mótsins vekja mikla athygli, enda mikill metnaður lagður í hana. Umgjörð sambandsins var sömuleiðis sögð til fyrirmyndar á mótinu og því kom þessi titill í okkar hlut að þessu sinni.

Í frjálsíþróttakeppninni voru að venju margir keppendur skráðir til leiks, eða tæplega 30. Alls unnum við til 20 verðlauna. Fjórir Unglingalandsmótsmeistaratitlar, átta silfurverðlaun og átta brons (þar af tveir iðkendur umf. Samherja). Eftirtaldir unnu til verðlauna:

• Dagbjört Ýr Gísladóttir varð í 3. sæti í spjótkasti stúlkna 14 ára
• Elín Brá Friðriksdóttir varð í 3. sæti í hástökki stúlkna 12 ára
• Freyja Vignisdóttir í 3. sæti í 200 m. hlaupi stúlkna 11 ára, 3. sæti í hástökki stúlkna 11 ára og í 3. sæti í langstökki stúlkna 11 ára
• Guðbjörg Ósk Sveinsdóttir varð unglingalandsmótsmeistari í langstökk stúlkna 15 ára og í 3. sæti í spjótkasti stúlkna 15 ára.
• Helgi Pétur Davíðsson í 2. sæti í 200 m. hlaupi pilta 11 ára og í öðru sæti í 600 m. hlaupi pilta 11 ára
• Karl Vernharð Þorleifsson varð unglingalandsmótsmeistari í spjótkasti pilta 13 ára.
• Nökkvi Þeyr Þórisson í 2. sæti í 600 m. hlaupi pilta 12 ára
Stefanía Sigurdís Jóhönnudóttir  (u.m.f. Samherjum) varð í 3. sæti í hástökki stúlkna 12 ára
• Steinunn Erla Davíðsdóttir unglingalandsmótsmeistari í 200 m. hlaupi stúlkna 18 ára og í 3 sæti í kúluvarp stúlkna 18 ára.
Sveinborg Katla Daníelsdóttir  (u.m.f. Samherjum) varð í 3. sæti í spjótkasti stúlkna 16-17 ára
• Þorri Mar Þórisson varð í 2. sæti í hástökki pilta 12 ára
• Þóra Björk Stefánsdóttir varð í 3. sæti í spjótkasti stúlkna 13 ára.
• Sveit UMSE í 4*100 m. boðhl. pilta 12 ára varð í örðu sæti.
• Sveit UMSE í 4*100 m. boðhl. stúlkna 15 ára varð í þriðja sæti.
• Sveit UMSE/Ármanns í 4*100 m. boðhl. stúlkna 18 ára varð Unglingalandsmótsmeistari.

Kveðja, Jóhanna Dögg.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*