Unglingalandsmót á Selfossi um Verslunarmannahelgina

UMSE stefnir á að vera með fjölmennan hóp keppenda á Unglingalandsmóti
UMFÍ sem fram fer á Selfossi um verslunarmannahelgina. Þetta er
frábær íþrótta- og fjölskylduhátíð þar sem allir ættu að finna
eitthvað við sitt hæfi.

Keppnisgreinar á mótinu eru eftirfarandi: dans, fimleikar, frjálsar
íþróttir, glíma, golf, hestaíþróttir, íþróttir fatlaðra, knattspyrna,
körfubolti, motokross, skák, taekwondo og starfsíþróttir. Í
hópíþróttum er möguleiki á því að skrá sig sem einstaklingur og verður
viðkomandi þá fundinn staður í liði.

UMSE verður með samkomutjald á tjaldstæðinu. Þar er ýmis dagskrá í
boði og hápunktur hennar verður grillveisla á Laugardagskvöldinu.
Veislan er í tilefni að UMSE er 90 ára á þessu ári. Hún er fyrir alla
keppendur UMSE og þeirra aðstandendur, þeim að kostnaðarlausu.

Skráning á mótið fer fram á heimasíðu mótsins www.ulm.is og er
skráningarfrestur til miðnættis sunnudaginn 29. júlí.

Við leggjum mikla áherslu á að krakkarnir klæðist félagsgalla UMSE í
skrúðgöngunni við setningu mótsins. Ljóst er að ekki eiga allri
krakkar galla, Því viljum við því hvetja þá sem ekki eiga galla til
þess að horfa í kringum sig og reyna að fá lánaðan galla fyrir mótið.
Einnig er mögulegt að UMSE geti orðið krökkunum út um galla að láni.

Nánar um þátttöku UMSE í heimasíðunni www.umse.is og einnig veitir
Þorsteinn Marinósson, framkvæmdastjóri UMSE upplýsingar í tölvupósti:
umse@umse.is eða síma 8683820.