UMSE mót í fótbolta, umfjöllun

UMSE mótið í fótbolta fór fram á Hrafnagilsvelli í dag.  Samherjar áttu 7 lið á mótinu og varð árangur þeirra eftirfarandi:

7-9 ára:

Samherjar sendu tvö lið í þennan aldursflokk, eitt strákalið og eitt stelpulið.  Stelpuliðið var skipað þeim Kolbrá, Júlíu, Aldísi, Aldísi, Þórdísi, Þórdísi, Sólveigu, Ísabellu og  Huldu.  Stelpurnar spiluðu einn leik, við Dalvík/Reyni.  Þetta var hörkuleikur, mikil barátta og tóku stelpurnar allar ríkan þátt í leiknum.  Stelpurnar hjá Dalvík/Reynir voru heldur sterkari og sigruðu.  Strákaliðið var skipað þeim Mikael, Starkaði, Hreini Orra, Tjörva, Ísaki, Jóel, Fannari, Hákoni, Heiðmari, Jóni Styrmi, Úlfi, Bjarka, Jóakim, Steinari og Hreiðari.  Strákarnir spiluðu tvo leiki, við Dalvík og Smárann.  Strákarnir sigruðu báða leikina með yfirburðum og sigruðu því í mótinu. 

Mjög margir af okkar leikmönnum voru á yngsta ári og jafnvel yngri.  Markmiðið með þátttöku þeirra yngri var að að spila á móti eldri og reyndari leikmönnum og herðast við þá þraut.  Því markmiði náðu allir með glæsibrag.

10-12 ára:

Samherjar sendu þrjú lið í þennan aldursflokk, tvö strákalið og eitt stelpulið.  Þær stelpur sem spiluðu voru Kolbrá, María, Kristín, Ninna, Andrea, Gunnhildur, Valdís, Katrín og Birgitta. Stelpurnar spiluðu einn leik, við Dalvík/Reyni.  Stelpurnar byrjuðu full rólegar og því náðu andstæðingarnir yfirhöndinni og skoruðu nokkur mörk.  Þegar leið á leikinn efldust okkar dömur og spiluðu þá mjög vel en það var of seint svo Dalvík/Reynir sigraði.  Strákunum var skipt í tvö lið, Samherja1 og Samherja2.  Lið Samherja1 skipuðu þeir Birkir, Ólafur, Sævar, Ragnar, Jón Smári, Tristan, Andri og Benedikt.  Lið Samherja2 skipuðu þeir Elmar, Ágúst Máni, Guðmundur, Davíð, Þorlákur, Jakob og Þorsteinn. Átta lið tóku þátt í þessum flokki og var þeim skipt í tvo riðla.  Okkar lið lentu bæði í 2. sæti í sínum riðli og þurftu því að spila við hvort annað um bronsverðlaun.  Þar hafði lið Samherja1 sigur.

Í strákakeppninni í þessum flokki mætti ekki eitt lið til keppni.  Til að fylla í skarðið tók stelpulið Samherja skipað stúlkum 9 til 13 ára þátt í strákamótinu.  Þær stóðu sig afar vel þó svo að þær ynnu ekki neinn leik.

13-16 ára:

Samherjar sendu tvö lið í þennan aldursflokk, eitt strákalið og eitt stelpulið.  Stelpuðið skipuðu þær Monika, Arna, Kristjana og Líf.  Stelpur úr yngri liðunum fylltu svo upp í liðið.  Þær spiluðu við lið sem samanstóð af stelpum sem æfa frjálsar íþróttir hjá UMSE.  Þetta var fínn leikur en frjálsíþróttastelpurnar voru eldri, stærri og sterkari og réð það úrslitum í þessum leik.  Strákaliðið var skipað þeim Karli, Ólafi, Örnólfi, Fjölni, Óðni, Ágústi og Bjarka.  Þeir spiluðu tvo leiki, við Smárann og Dalvík, og töpuðu báðum.  Þrátt fyrir töpin spiluðu þeir oft fínan fótbolta.

Í þessum aldursflokki er aldursbilið 4 ár og nær það yfir kynþroskaaldurinn.  Mjög mikill styrkleikamunur er á 13 og 16 ára.  Í stúlknaflokki réð þetta úrslitum en kom annars ekki að sök vegna þess að þar var prúðmannlega spilað.  Í strákaflokki var hins vegar allt annað upp á teningnum.  Í liði Samherja voru fimm sem eru 13 ára og tveir sem eru 14 ára.  Hin liðin voru að stórum hluta skipuð strákum sem eru 15 til 16 ára.  Styrkleikamunur var þarna allt of mikill og því miður voru þarna leikmenn sem spiluðu mjög gróft svo oft lá við stórslysum.  Að hafa aldursbilið svona stórt í þessum flokki er mjög vanhugsað.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*