Mótahelgin mikla!

Iðkendur UMF Samherja höfðu í nógu að snúast sl. helgi. 

Akureyrarmót í frjálsum íþróttum fór fram á Þórsvelli sl. laugardag og voru þar mætt til leiks hópur barna 8 ára og yngri.  

Á Árskógsströnd fór fram hið árlega Strandarmót en þar átti ungmennafélagið að sjálfsögðu lið – í fleirtölu 😉  6. og 8. flokkur kepptu á laugardaginn en 7. flokkur á sunnudaginn.  

Norðurlandsmótið í frisbígolfi var líka haldið um helgina en þar átti við flottan fulltrúa.  Trausti Freyr lenti í 2. sæti í undir 15 ára flokki eftir tap í bráðabana um sigurinn.

Eins og sést stóðu allir iðkendur sig með prýði þessa mótahelgi og var gleðin að sjálfsögðu við völd 🙂 

Trausti Freyr ásamt öðrum keppendum
Kátir krakkar í 6. flokki

Sigurreifir strákar í 7. flokki

Flottir frjálsíþróttakrakkar

Gleði á Smábæjaleikum!

Samherjar tóku þátt í Smábæjaleikunum um liðna helgi, sem er skemmtilegt fótboltamót fyrir krakka og er haldið á Blönduósi. Við vorum með lið bæði í 6. og 7. flokki og stóðu bæði liðin sig frábærlega undir stjórn þjálfarans okkar, Orra Sigurjónssonar. 

Að loknu móti fengu allir verðlaunapening og þátttökubikar, auk þess sem 6. flokkur vann sinn riðil á mótinu og var að lokum í 2. sæti í sinni deild, af um 17 liðum. Það telst virkilega góður árangur og við erum mjög stolt af öllum keppendunum okkar.

Á laugardeginum var svo gert hlé á mótinu og horft á fyrsta HM-leik Íslands gegn Argentínu í félagsheimilinu á Blönduósi. Skemmst er frá því að segja að stemningin var gríðarleg!

Við þökkum öllum keppendum, foreldrum, þjálfaranum okkar, mótsstjórn, öðrum keppnisliðum og öllum sem komu að mótshaldinu kærlega fyrir góða helgi. 

Keppendur og þjálfari hress og kát eftir helgina! Efri röð frá vinstri: Frans, Alexander, Anton, Arnar Geir og Orri þjálfari. Neðri röð frá vinstri: Ólöf Milla, Freyja Rán, Hlynur Snær, Jónatan, Kristján og Einar Breki. Á myndina vantar Halldór Inga, Teit og Viktor Arnbro í 7. flokki.

Badminton – Íslandsmót

UMF Samherjar átti tvo fulltrúa á Íslandsmóti unglinga í badminton, sem haldið var á Akranesi sl. helgi.

Hildur Marín lenti í erfiðum riðli í einliðaleik, vann einn leik og stóð vel í öðrum mótherjum.  Hún spilaði tvíliðaleik með Maríu Rún frá Akranesi  en eftir einn unninn leik lentu þær á móti ríkjandi Íslandsmeisturum í U15 og lutu því miður í lægra haldi.

Enok Atli vann sinn riðil í einliðaleik í U13 B og komst þar með í undanúrslit. Hann gerði sér svo lítið fyrir og vann bæði undanúrslitarleikinn og úrslitarleikinn nokkuð örugglega og er hann því Íslandsmeistari í U13 B.  Hann spilaði tvíliðaleik með Stefáni Geir úr TBR og lentu þeir einnig á móti ríkjandi Íslandsmeisturum og biðu lægri hlut eftir hörkuleik.

Óskum Hildi Marín og Enok Atla til hamingju með flotta frammistöðu 🙂