Til upplýsinga fyrir foreldra

Eins og þið hafið orðið vör við hefur Lilja Rögnvaldsdóttir byrjað að þjálfa hjá okkur.
Hún hefur lokið við skyndihjálp og björgun úr vatni og mun taka þjálfaranámskeið með vorinu. Ég (Bíbí) sé um að skrifa og semja æfingarnar fyrir hana auk þess sem ég hef verið að leiðbeina henni varðandi tækni og þjálfun. Hún er sjálf gamalkunnur sundmaður en hún æfði á sínum yngri árum sund hjá Sundfélaginu Ægi.
Lilja mun taka að meðaltali eina æfingu í viku, þá mánudagsæfingarnar fram að vori.
Vona að þið takið vel á móti henni. Bestu kveðjur, Bíbí