Þakkir

Ég vil þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóg vegna Handverkshátíðarinnar um liðna helgi. Takk fyrir að bjóða ykkur fram, að taka svona vel í að taka vakt eða baka, að setja básana upp eða taka þá niður. Takk fyrir að vera með. Við ykkur hin sem gátuð ekki verið með um helgina eða sáuð ykkur ekki fært að leggja ykkar að mörkum vil ég segja þetta: þetta er allt í lagi, þið verðið bara með á næsta ári.
Samherjara sönnuðu það enn og aftur hve samstaða og samhugur skiptir miklu máli þegar tekist er á við stór verkefni. 

Þvílík elja, þvílíkur metnaður, þvílíkur dugnaður.

Þið eruð öll frábær 🙂

Fyrir mér er þetta ómissandi helgi. Að fá að vinna með öllu þessu fólki, þessu glaða og duglega fólki, eru forréttindi. Að fá að vinna með öllum þessum krökkum, þessum lífsglöðu og áhyggjulausu krökkum er svo þroskandi. Fyrir mér er þetta málið. Þarna sé ég um hvað þetta snýst. Þetta er það sem gefur starfinu gildi, þetta er það sem gefur lífinu gildi.

Einn fyrir alla, allir fyrir einn.
Lifi ungmennafélagsandinn.

Óskar Þór Vilhjálmsson
Formaður Umf. Samherja