Sundmót á Dalvík laugardaginn 12. maí

Keppt verður í Sundlaug Dalvíkur, upphitun hefst kl. 10.00 og mót 10.45. Ætlunin er að fara á einkabílum eins og síðastliðin 2 ár. Ef einhverjir sjá sér fært um að keyra/sækja eða hvoru tveggja væri frábært að fá að vita það sem fyrst.
Veittir verða verðlaunapeningar fyrir 1., 2. og 3. sæti í öllum greinum nema hnokka- og hnátuflokki. Í hnokka- og hnátuflokki fá allir þátttakendur verðlaun.
Skráningagjöld eru 350 kr. fyrir einstaklingsgreinar.
Hægt er að nálgast hvaða greinar eru í boði hjá mér á æfingum. Þar sem ég þarf að skrá krakkana í næstu viku er nauðsynlegt að fá að vita hvort ykkar barn mæti á mótið í síðasta lagi miðvikudaginn 25. apríl.
bkv. Bíbí s. 895-9611