Sundæfingar að hefjast!!

Gengið hefur verið frá ráðningu sundþjálfara hjá Samherjum.  Sundæfingar byrja 30. september.

Æfingar verða á eftirfarandi tímum:

Höfrungar (8 ára (2.bekkur)-11 ára)

Mánudagar 14:15-15:15 og miðvikudagar 16-17

 

Hákarlar (12 ára og eldri)

Mánudagar 15:30-16:30

Þriðjudagar 16:30-17:30

Fimmtudagar 16:30-17:30

Hornsílin (7 ára og yngri)  fá námskeið í vor.

Nýr þjálfari er Anna Rún Kristjánsdóttir, hún er íþróttafræðingur og hefur mikla reynslu af sundþjálfun og er m.a. að þjálfa hjá sundfélaginu Óðni á Akureyri.  Við bjóðum Önnu Rún velkomna til starfa og hvetjum alla til að drífa sig á sundæfingar!!