Sumarleikar HSÞ á Laugum um næstu helgi

Um  næstu helgi, 23. – 24. júní, heldur HSÞ sína árlegu sumarleika í frjálsum íþróttum. Þessi mót eru alltaf mjög fjölmenn og skemmtileg enda aðstaða til frjálsíþrótta með þeim bestu á landinu. Ekki spillir fyrir að sólin er fastagestur á þessum mótum þannig að það er mikilvægt að muna eftir sólarvörninni! Hér er slóð inn á tímaseðilinn http://mot.fri.is/cgi-bin/ibmot/timesedillib1885.htm

Nánari upplýsingar og skráning hjá Unnari þjálfara, munið að skrá ykkur í tæka tíð.
Æfingar á þriðjudögum og fimmtudögum, yngri 13-14, eldri 14-16:30.