Strandarmótið 2017

Strandarmótið 2017 verður haldið helgina 22. og 23. júlí á Árskógsvelli í Dalvíkurbyggð.
Mótið verður með hefðbundnu sniði, styrkleikaskipt fyrir 6.- 8.flokk bæði fyrir stelpur og stráka.

Laugardagur:
8. flokkur frá kl. 10:00-13:00
6. flokkur frá kl. 13:00-16:00

Sunnudagur:
7. flokkur frá kl. 10:00-15:00

Mótsgjald er 2.500 og innfalið í því er hressing og mótsgjöf.
Sjá einnig www.facebook.com/strandarmotid/

Samherjar eru með skráð lið í öllum flokkum og tekur Sunna Axelsdóttir á móti skráningum á netfangið sunnaax@hotmail.com í síðasta lagi föstudaginn 14. júlí.

Skúli þjálfari ætlar að stýra liðunum en óskað er eftir liðsstjórum fyrir hvern flokk fyrir sig til að halda utan um liðin milli leikja.