Strandamóti frestað! Tilkynning frá UMFS Dalvíkur.

Barna og unglingaráði UMFS Dalvíkur þykir leitt að tilkynna ykkur að Strandarmótinu sem átti að vera núna um helgina 9. og 10 júní í 6., 7. og 8. flokki þarf að fresta vegna ónógrar þátttöku.

Svo þetta gamalgróna og skemmtilega mót haldi velli höfum við ákveðið að halda mótið helgina 21. og 22. júlí sem er sama helgi og það hefur verið síðustu tvo áratugi.

Við hlökkum til að fá ykkur til þátttöku í blíðviðrinu í Árskógi í júlí og vonum að þetta valdi ekki vonbrigðum hjá þeim sem hafa skráð sig nú þegar.

Kær kveðja Barna og unglingaráð UMFS Dalvíkur.