Snjómokstur k. 10 á sunnudagsmorgunn

Kæru félagar.

Nú líður senn að lagningu gervigrassins á sparkvöllinn. Pípulagningarmennirnir munu ljúka við allar tengingar í næstu viku en þá verður hægt að hleypa hita á völlinn. Núna er hins vegar það mikill snjór að hitakerfið nær ekki að bræða hann af sér og því verðum við að handmoka svæðið því ekki er þorandi að fara með vinnuvélar inn á það. Allir sem vettlingi geta valdið eru því beðnir um að mæta kl. 10 á sunnudagsmorgunn með skóflu og snjóþotu (ekki grín) og hjálpast að við að hreinsa völlinn. Margar hendur vinna létt verk og því mikilvægt að sem flestir komi.

Með kveðju frá stjórn Samherja.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*