Smábæjarleikarnir – nánari upplýsingar

Þá er Smábæjarleikarnir á Blönduósi alveg að bresta á og Samherjar hafa skráð 5 lið til leiks. Á föstudagskvöldinu fer fram móttaka keppnisliða en sjálf setning leikanna verður á laugardagsmorgninum. Hér má sjá dagskrá leikanna: http://www.hvotfc.is/files/125/20140618221137bc9b610c517d3d111594f01f47bab671.pdf

Líkt og fyrr greinir þurfa keppendur að koma sér sjálfir til og frá Blönduósi. Margir ætla að leggja af stað á laugardagsmorgni og gista þá einungis eina nótt. ATH. að fyrstu leikir byrja strax kl 9.00 á laugardagsmorgni sem þýðir að allir verða að vera mættir vel fyrir þann tíma. Yngstu flokkarnir munu hefja mótið (8. og 7. flokkur) og því sérstaklega mikilvægt að þeir keppendur séu mættir á réttum tíma. 8. flokkur spilar bara á laugardeginum.

Samherjar fá eina kennslustofu til afnota fyrir gistingu og þar er keppendum frjálst að gista auk liðsstjóra. Allir þurfa að taka með sér dýnu og rúmföt. Við gerum ráð fyrir að yngri keppendum fylgi einhver umsjónarmaður og eflaust munu yngri keppendur gista þá með sínum umsjónarmönnum. Búið er að taka frá pláss á tjaldsvæðinu fyrir íþróttafélagið Samherja.

Samherjar greiða þátttökugjöld fyrir sína keppendur, innifalið í því er gisting, allur matur, sundferð og öll afþreying. Leikjaplan fyrir mótið er ekki tilbúið ennþá en ætti að birtast í kvöld eða á morgun á slóðinni: http://hvotfc.is/index.php?pid=245

Ódi þjálfari kemst ekki með okkur á mótið (hann er upptekin á öðru móti) en við munum finna liðstjóra fyrir hvert lið sem stýrir sínum hópi. Ef spurningar vakna hafið þá samband við Billu (s.863-4085) eða Sigga Eiríks (821-3240).