Smábæjarleikarnir í fótbolta á Blönduósi, 21-22. júní 2014

Samherjar ætla að taka þátt í Smábæjarleikunum í fótbolta á Blönduósi helgina 21.-22. júní 2014. Keppt verður í 4.-8. flokki.

Samherjar ætla, að þessu sinni, að greiða þátttökugjöld fyrir alla iðkendur sína sem taka þátt í mótinu (kr 8.500 á mann). Inn í því er gisting, allar máltíðir, sundferð og öll önnur afþreying á vegum mótsins.

Iðkendur verða að sjá um það sjálfir að koma sér á svæðið og heim aftur. Mótið hefst á laugardagsmorgni og því lýkur seinni part á sunnudegi.

Nánari upplýsingar um mótið eru hér: http://hvotfc.is/index.php?pid=15&cid=717

Skráning fer fram hjá Brynhildi í síma 863-4085 eða á netfangið brynhildurb@unak.is

ATH: Við óskum líka eftir nokkrum foreldrum til að vera liðstjórar á mótinu

Koooma svoooo, allir Samherjar að taka þátt og vera með 🙂