Sigur á Aldursflokkamóti UMSE

Með samstilltu átaki tókst Samherjum að verja stigabikarinn á Aldursflokkamóti UMSE sem lauk í dag. Til hamingju með það allir Samherjar. Þökkum hinum ungmennafélögunum fyrir skemmtilega keppni. Munurinn var ekkert sérstaklega mikill milli fyrsta og annars sætis en Samherjar voru með 411 stig og Umf. Smárinn með 363 stig í öðru sæti.