Síðustu æfingar vetrarins

Þá fer vetrinum að ljúka hjá okkur í sundinu. Hornsílin okkar eru hætt sem og höfrungarnir. Síðasta æfing flugfiskanna verður nk. fimmtudag en þá ætlum við að hittast í Sundlaug Akureyrar kl. 14.00. Foreldrar og systkini eru að sjálfsögðu velkomin. Ætlunin er að vera þar og hafa gaman til ca. 15.30 og skella okkur þá í Brynju. Því verða allir að koma með pening í sund og með pening fyrir ís.
Í leiðinni vil ég þakka fyrir frábæran vetur og hlakka til að sjá ykkur aftur sem fyrst, Bíbí.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*