Samherjar stóðu sig framúrskarandi á Norðurlandsmóti 2013 á Siglufirði

12 unglingar og 17 fullorðnir frá Samherjum í badminton tóku þátt í Norðurlandsmóti og stóðu þau sig öll mjög vel.

Barna- og unglingaflokkur:

 • Sindri er tvöfaldur norðurlandsmeistari. Hann vann í einliðaleik og tvíliðaleik með Trausta í U11.
 • Trausti er norðurlandsmeistari í tvíliðaleik með Sindra og lenti einnig í 2. sæti í einliðaleik í U11.
 • Enok og Kristján Elí lentu í 2. sæti í tvíliðaleik í U11.
 • Aldís lenti í 2. sæti í einliðaleik í U 11 og 2. sæti í tvíliðaleik með Katrínu í U13
 • Katrín lenti í 2. Sæti í einliðaleik U13 og 2. sæti í tvíliðaleik með Aldísi
 • Andri Ásgeir er tvöfaldur norðurlandsmeistari. Hann vann í einliðaleik og tvíliðaleik með Jakobi í U13.
 • Jakob er Norðurlandsmeistari í tvíliðaleik í U13 með Andra Ásgeiri.

Fullorðinsflokkur:

 • Þorgerður er norðurlandsmeistari í tvíliðaleik með Debbi og lenti einnig í 2. sæti í einliðaleik.
 • Debbi er norðurlandsmeistari í tvíliðaleik með Þorgerði.
 • Haukur Gylfi er norðurlandsmeistari í tvíliðaleik með Elvari Jóhanni og lenti einnig í 2. sæti í einliðaleik .
 • Elvar Jóhann er norðurlandsmeistari í tvíliðaleik með Hauki og lenti í 2. sæti í einliðaleik í B flokki.
 • Ivan lenti í 2. sæti í tvíliðaleik með Kristni og 1. sæti í einliðaleik í B flokki.
 • Kristinn lenti í 2. sæti í tvíliðaleik með Ivan.

Kv. Ivan, þjálfari

2013-04-20 17.45.21 2013-04-20 13.37.472013-04-20 17.44.16