SAMHERJAR BADMINTON ÆFINGABÚÐIR

SAMHERJAR BADMINTON ÆFINGABÚÐIR
Í ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐ VIÐ HRAFNAGILSSKÓLA
SUNNUDAGINN 13. MARS

Samherjar halda badmintonæfingabúðir í íþróttahúsinu Hrafnagilsskóla, sunnudaginn 13. mars 2011. Æfingabúðirnar eru gott tækifæri fyrir bæði byrjendur og lengra komna til að bæta sig og hafa gaman með öðrum badmintoniðkendum.

Þjálfarinn í æfingabúðunum er meistaraflokksspilarinn Einar Óskarsson frá TBR.

Æfingabúðirnar byrja kl 10.30 og þeim lýkur ca. kl 18.00.

Gott væri að fá að vita sem fyrst um þá sem ætla að skrá sig í æfingabúðirnar. Látið Ivan eða Ivalu vita eða hringið í síma: 891 6694
Matur verður á staðnum fyrir alla sem taka þátt, samt sem áður er gott að taka með sér nesti. Hafið endilega með ykkur sundfötin því það gefst tími til að fara í sund inn á milli æfingatímanna.

Þátttökugjald er 500 kr.
Skráningu lýkur laugardaginn 12. mars. 2011 kl. 13.00
Vonumst til að sjá sem flesta taka þátt!

Hérna sést hvernig tímunum er raðað upp.

Tími Flokkur Hópur
10:30-11:00 U11-U13 Byrjendur
11:00-11:30 U11-U13 Byrjendur
11:30-12:00 U11-U13 Byrjendur
12:00-12:30 U13-U15-fullorðnir og lengra komnir
12:30-13:00 U13-U15-fullorðnir og lengra komnir
13:00-13:30 U13-U15-fullorðnir og lengra komnir
13.30-14.30 Matur
14:30-15:00 U11-U13 Byrjendur
15:00-15:30 U11-U13 Byrjendur
15:30-16:00 U11-U13 Byrjendur
16:00-16:30 U13-U15-fullorðnir og lengra komnir
16:30-17:00 U13-U15-fullorðnir og lengra komnir
17:00-17:30 U13-U15-fullorðnir og lengra komnir

17:30-18:00 U11-U13-U15 Ganga frá

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*