top of page
Search
Writer's pictureStjórn Umf. Samherjar

Sumaræfingar hefjast 10. júní

Um leið og við þökkum kærlega fyrir frábæran íþróttavetur þá vekjum við athygli á að sumaræfingar fyrir grunnskólabörn hefjast 10. júní.

Í allt sumar verður hægt að æfa fótbolta og frjálsar en einnig verður hægt að taka þátt í styttri námskeiðum í körfubolta, sundi og sumarstyrk. Nú þegar er hafið fótboltanámskeið fyrir leikskólabörn.

Hér er æfingatafla sumarsins og ýmsar praktískar upplýsingar:


Skráning er hafin á Sportabler. Þau sem ætla að æfa fótbolta og/eða frjálsar þurfa að kaupa sumarkort sem heitir Sumar2024 á Sportabler en innifalið í því eru fótbolti, frjálsar og körfubolti fyrir unglingalandsmót. Eftir það þarf að skrá börnin í þær íþróttagreinar sem þau ætla að æfa á 0 kr.

Einnig er hægt að skrá börnin á stök námskeið, sem eru styttri, og þá er greitt sérstaklega fyrir þau. Ef þið lendið í vandræðum með skráningu er velkomið að hafa samband og við finnum út úr þessu saman.


Við viljum svo vekja sérstaka athygli á sundnámskeiðum sem verða í sundlauginni Hrafnagili 12.-19. júní. Eyrún Lind, íþróttakennari, hefur umsjón með námskeiðunum sem verða fyrir leikskólabörn (árgangar 2018 og 2019) en líka grunnskólabörn á yngsta stigi og miðstigi. Við hvetjum ykkur til að skrá börnin á Sportabler og taka þátt í þessu skemmtilega námskeiði.


Að lokum þá vonumst við til að sjá sem flest börn á íþróttavellinum í sumar. Það eru öll börn hjartanlega velkomin á æfingar, hvort sem þau eru að stíga sín fyrstu skref í íþróttinni eða eru vön.

Áfram Samherjar!



377 views0 comments

Recent Posts

See All

Breytingar á tímatöflu

Veturinn fer vel af stað og það er gaman að sjá starfið blómstra og góð mæting er í flesta tíma. Við höfum þó þurft að gera smávægilegar...

Vetrartafla 2024-2025

Hér er hægt að sækja tímatöflu vetrarins á pdf formi

Comments


bottom of page