top of page
Search

Samherjar á Akureyrarmóti UFA og Kjarnafæði Norðlenska

Writer: Stjórn Umf. SamherjarStjórn Umf. Samherjar

Mikið fjör var í Boganum á laugardaginn 6. apríl s.l. þegar Akureyrarmót UFA og Kjarnafæði Norðlenska í frjálsum íþróttum var haldið.


Alls voru 180 börn og ungmenni skráð til leiks en Umf. Samherjar áttu 17 keppendur á mótinu. Þar af voru 8 keppendur 9 ára og yngri sem tóku þátt í skemmtilegri þrautabraut og fengu svo

þátttökuverðlaun í lokin.










Kári Hermannsson,11 ára, vann til fernra verðlauna. Hann vann gullverðlaun í hástökki, lenti í öðru sæti í bæði 60m grind og kúluvarpi og varð í þriðja sæti í skutlukasti.




























Katrín Björk Andradóttir, 14 ára, vann gullverðlaun í kúluvarpi og lenti í öðru sæti í langstökki.
















Allir keppendurnir okkar stóðu sig með prýði og mikið um bætingar og persónulega sigra hjá þeim öllum.

 
 
 

Recent Posts

See All

Comentarios


Gert í WIX vefumsjónarkerfinu 2021

  • Facebook
bottom of page