top of page
Search

Samherjar á Íslandsmeistaramóti unglinga í badminton

Íslandsmeistaramót unglinga í badminton fór fram í Reykjavík um helgina 5.-7. apríl.


Sara Dögg Sindradóttir er Íslandsmeistari í einliðaleik í flokki U17 B. Litlu munaði að við ættum annan verðlaunahafa en Lilja Karlotta Óskarsdóttir átti hörkuleik um verðlaunasæti en laut því miður í lægra haldi með minnsta mögulega mun í oddalotu.


Umf. Samherjar áttu alls fimm keppendur á mótinu sem allir stóðu sig með mikilli prýði og voru okkur öllum til sóma. Framtíðin er sannarlega björt hjá þessum ungmennum!


Við óskum Söru Dögg innilega til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn og öðrum þátttakendum óskum við til hamingju með flotta frammistöðu!


Keppendur umf. Samherja í U17 B: Sara Dögg Sindradóttir, Þórdís Anja Kimsdóttir, Heiðrún Jónsdóttir og Lilja Karlotta Óskarsdóttir.
Keppandi umf. Samherja í U15 B Hermann Þór Hovgaard Adamsson

373 views0 comments

Recent Posts

See All

Comentarios


bottom of page