top of page
Search

Orri Sigurjónsson ráðinn þjálfari í fótbolta og frjálsum - sumarstarfið hefst 7. júní.


Þá er sumarstarfið okkar að rúlla af stað. Við teljum okkur heldur betur hafa dottið í lukkupottinn þegar við náðum að ráða Orra Sigurjónsson sem þjálfara fyrir fótbolta og frjálsar. Orri þjálfaði hjá Samherjum 2018 - 2019 og þekkir því vel til. Hann er að útskrifast úr íþróttafræði við Háskóla Íslands og er auk þess menntaður styrktarþjálfari frá Keili. Orri spilar fótbolta með meistaraflokkir Þórs á Akureyri og hefur þjálfað yngri flokka hjá félaginu.

Sumarstarfið hefst þriðjudaginn 7. júní. Æfingatímar eru óhefðbundnir ef svo má segja, en þeir helgast af þeim tíma sem hentar þjálfara best. Þjálfarar eru ekki á hverju strái og allra síst vel menntaðir og vanir þjálfarar sem Orri er. Bætt hefur verið í æfinagarnar og núna eru þrjár æfingar á viku í hverjum aldursflokki bæði í fótbolta og frjálsum.

Eins og í fyrra verða opnir borðtennistímar í boði en þeir eru háðir því að fullorðinn einstaklingur mæti í tímana og beri ábyrgð á tímunum. Körfuboltaæfingar 11 ára og eldri verða síðan í júlí en þá verður æft fyrir Unglingalandsmótið á Selfossi um verslunarmannahelgina.

Verið er að undirbúa Sportabler fyrir skráningar og verður send út tilkynnig þegar hægt verður að skrá börnin til leiks.

Æfingagjöld sumarsins eru kr. 15.000 og eins og áður geta börnin stundað allar íþróttagreinar sem í boði verða fyrir það gjald.

Búið er að skrá þrjá flokka til leiks á Smábæjarleikunum sem verða helgina 18. og 19. júní n.k. Foreldrar eru beðnir um að vera vakandi fyrir tilkynningum varðandi það mót. Þetta eru 5. 6. og 7. flokkur.




307 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page