Search

Leikjaskóli fyrir þau yngstu í október og nóvember

UMF Samherjar í samvinnu við Sonju Magnúsdóttur ætla að bjóða 2-5 ára leikskólakrökkum upp á leikjaskóla í október og nóvember, samtals í átta skipti.


Skólinn verður starfræktur á laugardögum kl. 10.15 - 11.00 í íþróttahúsi Eyjafjarðarsveitar í Hrafnagilshverfi alla laugardaga í október og nóvember, að undanskildum 23. október, en þá fellur skólinn niður. Stefnt er á að fyrsti tíminn verði laugardaginn 2. október, en vinna við endurnýjun gólfefnis stendur enn yfir í salnum og ef allt gengur skv. áætlun ætti allt að vera tilbúið á þessum tíma.


Gjaldið fyrir leikjaskólann er kr. 6.000.- Skráning fer fram á netfanginu samherjar@samherjar.is og taka þarf fram nafn og kennitölu barns og kennitölu greiðanda.


31 views0 comments

Recent Posts

See All