Search

Framkvæmdir hefjast senn við nýjan útikörfuboltavöll

Innan tíðar munu framkvæmdir hefjast við nýjan útikörfuboltavöll neðan við Hrafnagilsskóla, norðan megin við ærslabelginn.


Um glæsilegan völl verður að ræða. Hann verður 200 fermetrar, 20x10 og mun skarta 6 körfum. Völlurinn sjálfur mun kosta um 2 milljónir hingað kominn en Samherjar fengu úthlutað úr mannvirkjasjóði sínum hjá sveitarfélaginu 4 milljónum til verkefnisins. Félagið mun leita til velunnara varðandi stuðning við verkefnið. Mögulega þarf á einhverjum vinnandi höndum að halda á einhverjum tímapunkti og munum við leita til sjálfboðaliða gerist þess þörf.


Völlurinn verður upphitaður og því á að vera hægt að spila á honum allt árið. Hann verður frábær viðbót við afþreyingarmöguleikana við skólann en allir geta notið vallarins, börn og fullorðnir, hvort sem þeir hafa einlægan áhuga á körfubolta eða ekki.


Umsjón með verkefninu hefur Sverrir Már Jóhannesson verktaki og félagi í UMF Samherjum og áætlað er að völlurinn opni í sumar.


350 views0 comments