Flóttamenn frá Úkraínu boðnir velkomnir
Stjórn Ungmennafélagsins Samherja samþykkti á síðasta stjórnarfundi sínum að allir þeir flóttamenn sem koma frá Úkraínu og dvelja til lengri eða skemmri tíma í sveitarfélaginu fái frían aðgang að öllum þeim æfingum sem í boði eru hjá félaginu.
Með þessu móti vill ungmennafélagið leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að bjóða íbúa þessa stríðshrjáða lands velkomið í samfélagið okkar.
