top of page
Search
Writer's pictureStjórn Umf. Samherjar

Breytingar á tímatöflu

Veturinn fer vel af stað og það er gaman að sjá starfið blómstra og góð mæting er í flesta tíma. Við höfum þó þurft að gera smávægilegar breytingar á tímatöflunni vegna dræmrar þátttöku í einstaka greinum. Blakæfingingar fyrir 3.-7. bekk falla því miður út úr tímatöflu vegna dræmrar þátttöku. Okkur þykir afar leiðinlegt að þurfa að fella niður þessar æfingar en félagið hefur því miður ekki tök á að halda úti æfingum þar sem eru mjög fáir iðkendur. Einnig þurfum við að gera smá breytingar á fótboltaæfingum. Þannig færast æfingar stráka í 3.-4. bekk til kl. 14-15 á miðvikudögum og föstudögum og stelpur í 3.-4. bekk verða kl. 15-16 á miðvikudögum og föstudögum. Þá er því miður ekki grundvöllur fyrir sér stelpuæfingar í fótbolta fyrir stelpur í 5.-7. bekk en í staðinn verða fótboltaæfingar fyrir þennan aldurshóp ekki kynjaskiptar.

Ný tímatafla er birt hér fyrir neðan og á heimasíðu félagsins.


Við höfum ákveðið að prófa að bjóða upp á æfingar í blaki fyrir unglinga í 8.-10. bekk til reynslu. Æfingarnar verða á þriðjudögum kl. 16:30 og sunnudögum kl. 11. Þetta verða einu æfingarnar í tímatöflunni sem eru eingöngu fyrir krakka á unglingastigi og okkur langar að hvetja alla krakka í 8.-10. bekk til að koma og prófa.


Að lokum langar okkur að minna á skráningu í Sportabler og hvetjum þá sem eiga eftir að skrá sig að gera það sem fyrst. Minnum á að þeir sem hafa keypt annarkort eða hjónakort þurfa einnig að skrá sig í þær íþróttagreinar sem þeir ætla að stunda (gjaldfrjálst). Skráning í íþróttagreinar er forsenda þess að við getum haldið þeim úti.


Við munum halda áfram að þróa starfið og aðlaga að ykkar óskum og þörfum á hverjum tíma - þið eruð frábær! Áfram Samherjar!




36 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page