Search

Breytingar á æfingatöflu

Frá þriðjudeginum 4. janúar munu eftirfarandi breytingar taka gildi á æfingatöflu UMF Samherja:


Frjálsíþróttaæfingar færast af fimmtudögum og yfir á þriðjudaga kl. 14 - 16. Sama aldursskipting.

Ragnar Ágústsson körfuboltaþjálfari mun taka við þjálfun fótboltans ásamt Ágústi Erni Víðissyni. Engar breytingar verða á tímum.

Fimleikaæfingar hefjast ekki fyrr en búið verður að ráða þjálfara. Það hefur ekki tekist ennþá og munum við láta vita þegar það gerist, sem verður vonandi sem fyrst.

Þrek fyrir mið- og unglingastig er hætt þar sem ekki var næg þátttaka.


Að öðru leyti vonum við að vorönninn verði okkur hagfelld og takmarkanir á æfingum verði engar.


16 views0 comments