Páskamót Samherja í badmintoni

Laugardaginn 28. mars verður páskamót í badmintoni fyrir ALLA krakka sem eru að æfa hjá Samherjum hvort sem það er í minitoni eða öðrum flokkum. Mótið verður í íþróttahúsinu milli kl. 10 og 12. Komum saman og höfum gaman og skemmtilegt væri að sjá sem flesta áhorfendur. ☺