Aðalfundur 3.febrúar

Aðalfundarboð – Ungmennafélagið Samherjar boðar til aðalfundar 3. febrúar kl. 20 í matsal Hrafnagilsskóla. Grímur og spritt verða á staðnum. Dagskrá fundar: 

  1. Kosnir fastir starfsmenn.
  2. Skýrsla stjórnar.
  3. Gjaldkeri leggur fram reikninga.
  4. Umræður um skýrslur og reikninga.
  5. Lagðar fram tillögur að lagabreytingum og aðrar tillögur sem borist hafa til stjórnar og afgreiðsla þeirra.
  6. Kosning stjórnar.
  7. Önnur mál.

Kveðja stjórnin

Æfingar barna um jól og áramót

Á morgun föstudag verður boltatími strax eftir að skóla líkur kl.12 en engin skák. Á laugardaginn er jólatími í badmintoni. Eftir það eru allar greinar komnar í jólafrí fram yfir áramótin. Óskum öllum gleðrilegra jóla í jólakúlunni ykkar 🙂

Jólabadminton

Nú er komið að jólatíma í badminton á laugardaginn 19. des. Tíminn er fyrir alla frá 10-12 og við förum í leiki og skiptumst á pökkum. Pakkarnir mega ekki kosta meira en 1000kr.

Þessi æfing verður sú seinasta fyrir jólafrí.