Nýársmót Samherja í frjálsum íþróttum

Nýársmót Umf. Samherja verður haldið í íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar laugardaginn 10. janúar milli kl. 12 og 16. Byrjað verður með opna þrautabraut fyrir 9 ára og yngri kl 12.15. Mæting fyrir 10-12 ára og eldri er kl. 12.45 og keppni hefst kl. 13.00. Keppt verður í hástökki, kúluvarpi, langstökki, þrístökki án atrennu og 30 metra spretthlaupi. Skráning verður á staðnum. Við hvetjum alla Samherjakrakka til að taka þátt!
Stjórn Samherja