Norðurlandsmótið í badminton

Hið árlega Norðurlandsmót verður haldið dagana 10. – 11. maí næstkomandi í Íþróttahúsinu á Siglufirði. Keppt verður í unglingaflokkum og fullorðinsflokki, en samkvæmt mótsboðinu (sjá hér að neðan) er stefnt að því að láta unglingana keppa seinnipart föstudagsins 10. maí frá 17:00 en fullorðinsflokkinn á laugardeginum 11. maí. Allar nauðsynlegar upplýsingar má sjá í mótsboðinu (t.d. þátttökugjald) en nánari upplýsingar gef ég, Ivalu, í síma 6591334. Við frá Samherjum höfum alltaf verið með góða þátttöku á þessu móti og það er mín ósk að við gefum ekkert eftir í ár 🙂 Við munum að sjálfsögðu reyna að sameina í bíla á Siglufjörð báða dagana en ég myndi gjarnan vilja heyra í þeim foreldrum og/eða forráðamönnum sem sjá sér fært að mæta með krökkunum á mótið og væru þá jafnvel með pláss fyrir aðra krakka. Ég mun sjálf fara á bíl báða dagana svo það er pláss fyrir þrjá hjá mér. Síðasti skráningardagur á mótið er mánudagurinn 6. maí en skráning fer fram með því að hringja í mig í áðurnefnt símanúmer.

Kveðja, Ivalu Birna þjálfari

Mótsboð:

Tennis og badmintonfélag Siglufjarðar

Norðurlandsmótið 2019

Verður haldið 10.-11.05.n.k.

Í Íþróttahúsinu  á Siglufirði

Keppt verður í unglingafl.  einliðal., tvíliðal., og tvendarl.   U-13   U-15/17  ef næg þátttaka, annars færast þau í karla- og kvennaflokka.

             U-11  einliða og tvíliðal.

Fullorðinsflokkar:  karlar – konur

Þátttökugjöld:  einliðaleikur 1500  tvíliðal. 1000 tvendarl.1000

                           U-11 einliðal. 1000  tvíliðal.  1000

Keppni hefst í U-11 og U-13  kl: 17.00 – 22.00  föstudag

Laugardagur kl: 10.00-?