Norðurlandsmótið í badminton 2014

Síðastliðna helgi, þann 29. – 30. mars, fór fram Norðurlandsmót badmniton í íþróttahúsinu á Hrafnagili. Þátttaka var mjög góð en alls kepptu um 100 þátttakendur frá fjórum félögum, bæði krakkar og fullorðnir, frá Samherjum, TBKA, TBS og Smáranum frá Þelamörk. Mótið hófst á laugardagsmorgni, þar sem krakkarnir hófu leikinn og spilað var ýmist fram í undanúrslit eða úrslit. Á sunnudagsmorgni fóru svo fram úrslitaleikirnir sjálfir. Að lokni móti hjá krökkunum á sunnudeginum hófst fullorðinsmótið um 11 leytið og lauk með úrslitaleikjum um sex leytið síðar sama dag.

Yngsti aldurflokkurinn var U11 en þar voru alls 17 keppendur sem allir fengu þátttökupening og stóðu sig vel.  Við í Samherjum áttum síðan nokkra spilara í úrslitum í eldri flokkum. Elmar Blær og Andri Ásgeir sigruðu tvíliðaleik drengja í U15 en þeir höfðu betur í þeim leik á móti þeim Guðbrandi Elí og Hjörvari Má frá Siglufirði. Einnig voru Elmar og Andri báðir í úrslitum í einliðaleik drengja í U15 en þar sigraði Andri í þremur lotum. Katrín Sigurðardóttir spilaði með Andra í tvenndarleik í U15 en þar sigruðu þau annað par frá Siglufirði, Hauk Orra og Sólrúnu Önnu í þremur lotum. Þess má  geta að Andri Ásgeir sigraði í öllum sínum keppnisgreinum og er því þrefaldur sigurvegari. Í fullorðinsflokki hlaut Sara Þorsteinsdóttir annað sætið í einliðaleik kvenna en hún tapaði í þremur lotum á móti Önnu Maríu Björnsdóttur frá Siglufirði. Haukur Gylfi Gíslason og Sara spiluðu síðan saman í tvenndarleik í flokki karla og kvenna og sigruðu þar í þremur lotum á móti Sigurði Steingrímssyni og Auði Erlendsdóttir. Haukur sigraði síðan karlaflokkinn í einliðaleik á móti Jóhanni Erni frá Siglufirði og er því, eins og Andri Ásgeir, þrefaldur sigurvegari.

Allir þátttakendur stóði sig með prýði á mótinu og vert er að taka fram að allir þátttakendur frá Samherjum voru til fyrirmyndar jafnt innan sem utan vallar.

Ivalu Birna, þjálfari.