Nánar um Akureyrarmót í frjálsum

Gleðilegt sumar!

Skráningarfrestur á Akureyrarmótið í frjálsum íþróttum hefur verið framlengdur og er hægt að skrá sig hjá Unnari (868 4547) til morguns, föstudags. Mótið fer fram í Boganum sunnudaginn 28. apríl og hefst kl. 11. Þrautabraut er fyrir 9 ára og yngri, 10 ára og eldri keppa í greinum og má sjá tímaröðun greina hér: http://82.221.94.225/MotFri/SelectedCompetitionEvents.aspx?Code=M-00000472.

Vonandi munum við eiga sem flesta fulltrúa á þessu móti – Áfram Samherjar 🙂